Vandræðagangur stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins

Verð að viðurkenna að ég skil ekkert í vinnubrögðum formanns stjórnar FME., Aðalsteins Leifssonar. Hann ákveður, væntanlega í umboði stjórnar, að segja Gunnari Andersen, forstjóra upp störfum.

En hvað gerist? Hálfkák, japl og fum af hálfu Aðalsteins Leifssonar, stjórnarformanns. Hann veldur ekki verkefninu, að ganga hreint til verks og ljúka málinu hratt. Stjórnin telur Gunnar, jú, sekan um yfirhylmingu á eigin gjörðum, hér um árið í störfum fyrir Landsbankann.

Legg ekki mat á gjörðir stjórnar FME. Til þess hef ég ekki nægar upplýsingar.

En hvað með hæfi Aðalsteins Leifssonar, til þess að leiða stjórn FME? Er ekki viss um að hann valdi því starfi. Aðalsteinn er prýðilegur kennari og skemmtilegur. Spurning hvort hann á ekki að halda sig við það sem hann kann?


.."allir vildu Lilju kveðið hafa"

Það er merkilegt hversu margir ruddust fram á ritvöllinn eftir að fréttir bárust um tap lífeyrisjóðanna á liðnum árum. Merkilegt fyrir þær sakir að margir þeirra höfðu aldrei fjallað um né hugsað út í starfsemi lífeyrissjóða. En um að gera að ná sér í prik á kostnað þeirra.

Í allri þessari umræðu er allt of lítið um að velt væri steinum og spurt spurninga af viti. 

Fyrsta spurningin er líklega sú hvort þessir sjóðir eiga að vera sparnaðarsjóðir eða tryggingasjóðir? Staðreyndin er, að mínu viti, sú að þessir sjóðir eru um of tryggingasjóðir og þá er nú iðgjaldið ótrúlega hátt.

Önnur spurning gæti verið:  Er hugsanlega skynsamlegt að greiðslur í lífeyrsisjóði verði alfarið séreign?  Það er margt sem mælir með því.

Sú hin þriðja gæti verið: Eigum við að skylda alla til að borga sömu upphæð, í stað prósentu af launum. í sparnaðarsjóðinn sinn á mánúði?  Menn gætu síðan sett meira í sparnað ef þeir kysu svo.

Fleiri hugmyndum og spurningum þarf auðvitað að velta upp og reyna að finna svör við. Lífeyrissjóðakerfið er meingallað eins og það er. Hugsa þarf nýja skipan mála.

Að lokum: Menn ættu að velta framtíðinni meira fyrir sér í stað þess að slá sig til riddara á grundvelli mistaka annarra.

 


"Viltu með mér vaka í nótt"

Spunameistarar Samfylkingarinnar í Kópavogi láta ekki að sér hæða. Allt skal gert til þess að komast í meirhluta. Nú skal daðrað við Sjálfstæðisflokkinn og reynt að fá hann upp að altarinu hið snarasta, þrátt fyrir að hafa lýst því yfir fyrir örfáum dögum að hyldýpi sé á milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hvað þá Framsóknarflokks. En þessar yfirlýsingar eru nú gleymdar.

Það er nú kannski ekki í frásögur færandi, að vilja í meirihluta, nema fyrir þá staðreynd að Samfylkingarmenn í Kópavogi, með Guðríði Arnardóttur í fararbroddi, hafa ítrekað á liðnum árum stundað mannorðsmorð á andstæðingum sínum í stjórnmálum,  í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki og reyndar víðar. Vert er að benda á aðför Guðríðar Arnardóttur að Guðrúnu Pálsdóttur bæjarstjóra nú nýverið. Þar má sjá þessi vinnubrögð í hnotskurn.

Þessi aðferðafræði Samfylkingarinnar er afar ógeðfeld og getur hitt þau sjálf fyrir þegar stjórnmál eru annars vegar. Stjórnmál ganga, jú, út á að semja sig að lausn sem þjónar heildinni en ekki persónulegum hagsmunum einstaklinga í flokkum eða samtökum. En það virðist, oftar en ekki, vera í gangi innan Samfylkingarinnar í Kópavogi. Erfitt er að treysta þeim, því þau sjást ekki fyrir.

Guðríður Arnardóttir, oddviti flokksins virðist hafa góðar tengingar inn á fréttastofu Rúv. Fréttamenn voru mættir með uppökuvélar til að taka viðtal við hana og sýna myndir af spjallfundi Samfylkingarmanna í kjölfar viðræðuslita Y listans um meirihlutasamstarf. Það er verðugt rannsóknarefni hvernig fréttamenn á Rúv skríða fyrir Samfylkingunni og hlaupa til þegar hún kallar.

Oft er sagt að stutt sé milli ástar og haturs. Það verður forvitnilegt að sjá hvort Samfylkingin með Guðríði í fararbroddi gangi í eina sæng með Sjálfstæðismönnum. Það yrði saga til næsta bæjar.

 


Vinnubrögð Samfylkingarinnar í Kópavogi

Þessi grein birtist í Kópavogspóstinum í dag, 19. janúar 

Valdníðsla í Kópavogi

Það er að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um bæjarstjóramálið í Kópavogi, svo mikið er ruglið í oddvita Samfylkingarinnar í því máli. En það eru fleiri mál sem sýna ,svo ekki verður um villst, að þessi meirihluti í Kópavogi beitir svo gerræðislegum vinnubrögðum að undrun sætir.

Eitt slíkt er þegar gengið var framhjá Skipulagsnefnd Kópavogs, með afar ósvífnum hætti vegna friðlýsingarmála. Bókunin sem hér fer á eftir talar fyrir sig sjálf.

Það er mikilvægt að það komi fram að meirihlutinn hafnaði því að fresta málinu í bæjarstjórn og knúði málið í gegn, þrátt fyrir að afgreiðslu þess væri ekki lokið í skipulagsnefnd.

Margrét Júlía Rafnsdóttir, formaður Umhverfis- og samgöngunefndar, hefur með þessu vinnulagi sínu sýnt valdníðslutilburði sem stemma þarf stigu við. Ólafur Þór í VG, Hjálmar í Næst versta og Rannveig í Kópavogslistanum létu sér þetta hins vegar lynda og gerðust taglhnýtingar Samfylkingarinnar. Er ekki viðeigandi að þau gangi bara í Samfylkinguna?

Nánar verður fjallað um dæmalaus vinnubrögð meirihlutans á næstu vikum og mánuðum. Kristinn Dagur Gissurarson 

Bókun á fundi skipulagsnefndar 11. janúar 2012. Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs þann 10. janúar 2012 gerðist það að samþykkt var tillaga frá meirihluta Umhverfis- og samgöngunefndar um friðlýsingu Skerjafjarðar. Þetta gerðist þrátt fyrir að ekki var búið að afgreiða málið í Skipulagsnefnd. Á sameiginlegum fundi með Umhverfis- og samgöngunefnd er haldin var 12. desember 2011 var ákveðið að fresta málinu og afla frekari upplýsinga til þess að nefndarmenn gætu tekið afstöðu til málsins, það er hvort raunveruleg þörf væri á friðlýsingu í stað bæjarverndarinnar sem nú er á umræddum svæðum.Það er með ólíkindum að formaður Umhverfis- og samgöngunefndar skuli hafa kosið að hunsa vilja nefndarmanna á umræddum fundi. Þess í stað heldur hún fund í eigin nefnd þann 6. janúar 2012 og fær þar samþykkta tillögu, um friðlýsingu Skerjafjarðar, til bæjarstjórnar. Með þessum gjörningi gengur hún framhjá skipulagsnefnd.Fá, ef nokkur, fordæmi eru fyrir vinnubrögðum af þessu tagi innan stjórnsýslu Kópavogs og er nú þörf rannsóknar á málinu. Því er, hér með, þess farið á leit við bæjarstjóra að eftirfarandi atriði verði rannsökuð og svör veitt.  

1.            Hvort friðlýsing Skerjafjarðar heyrir undir starfssvið Skipulagsnefndar eður ei.

2.            Af hverju bæjarstjórn afgreiddi málið þrátt fyrir að Skipulagsnefnd væri ekki búin að afgreiða það vegna skorts á upplýsingum.

3.            Hefur bæjarstjórn áður samþykkt mál er varða friðlýsingar eða bæjarvernd á þess að viðkomandi mál hafi verið afgreitt frá skipulagsnefnd.

4.            Hvort stjórnahættir þessir standist lög og reglugerðir..  

Undir þessa bókun rita: Kristinn Dagur Gissurarson, fulltrúi Framsóknarflokks, - Jóhann Ísberg, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, - Margrét Björnsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks ogVilhjálmur Einarsson, fulltrúi Kópavogslistans


Springur meirihlutinn í Kópavogi

Samkvæmt fréttum stöðvar 2 hefur Samfylkingin, með Guðríði Arnardóttir sem oddvita. gert síg seka um ofríki eina ferðina enn. Bæjarstjóra var tilkynnt á föstudaginn 13 janúar, af Guðríði, að honum yrði sagt upp á næstunni.

Af fréttinni mátti ráða að Guðríður hefði gert þetta upp á sitt einsdæmi og án þess að "samherjar" hennar í bæjarstjórn Kópavog hefðu samþykkt að svona yrði staðið að málum.

Greinilegt er að Guðríður leggur allt kapp á að verða bæjarstjóri. Vert er að benda á þá staðreynd að Guðrún Pálsdóttir er með 12 mánaða uppsagnarfrest. Það þýðir að greiða þarf henni um það bil 12 milljónir, ef ekki meira. Þetta er umtalsverður kostnaður fyrir bæjarsjóð sem er nú ekki burðugur fyrir. Guðríður stóð að samningum vegna ráðningar nú-fyrrverandi bæjarstjóra.

En kannski Samfylkingin í Kópavogi, með Guðríði í broddi fylkingar, geri tillögu um að lækka laun bæjarstjóra í framtíðinni, til þess að mæta þessum viðbótarkostnaði. Það fer vel á því ef Guðríður verður bæjarstjóri. Þá sýnir hún ábyrgð í verki.

Þolir meirihlutasamstarfið þessi átök innan sinna raða.


Spurningar til útvarpsstjóra allra landsmanna

Sæll Páll 

Efni: Áður sendur tölvupóstur og samskipti / svör við fréttamenn RUV. 

Þar sem ég hafði ekki fengið svar, við pósti mínum, um hádegisbil í dag hafði ég samband við fréttastofu. Það leiddi til þess að fréttamaður (Bergljót) hafði samband við mig og forvitnaðist um málavöxtu. Hún sagðist ætla að kanna málið frekar og ræða það við vaktstjóra, Arnar Pál. Bergljót hafði svo samband við mig nokkru seinna og tjáði mér að ákvörðun hefði verið tekin. Greint yrði frá því í fréttum að Kópavogur hefði friðlýst Skerjafjörð en ekki yrði fjallað um aðdraganda ákvörðunarinnar. Friðlýsingin væri fréttaefni en ekki stjórnarhættir meirihlutans í Kópavogi.  Ég tjáði Bergljótu, og reyndar vaktstjóra einnig, að það væri auðvitað sjálfsagt og eðlilegt að greina frá friðlýsingu Skerjafjarðar, en lýsti furðu minni á þeirri ákvorðun að fjalla ekki um, vægast sagt, óeðlilegan aðdraganda málsins, það er málsmeðferðinni. Ég tjáði Arnari Páli að málinu væri langt í frá lokið af minni hálfu.

Í ljósi ofanritaðs og fyrirliggjandi upplýsinga, spyr ég þig, Páll Magnússon, sem ert búinn að starfa lengi að fréttum og ert æðsti starfsmaður RUV, eftirfarandi spurninga:  

  1. Telur þú að RUV, miðill allra landsmanna, eigi að greina frá og fjalla um starfshætti sveitarstjórnarmanna þegar sýnt þykir að þeir hafi staðið óeðlilega að afgreiðslu mála? (í næst stærsta sveitarfélagi landsins)
  2. Telur þú mál þetta léttvægt og hafi ekkert fréttagildi?

 Læt nú hér staðar numið, að sinni. Vonast eftir svari frá þér, hið snarasta. 

Virðingarfyllst, Kristinn Dagur Gissurarson, Gsm. 847 5000


RUV - Brenglað fréttamat

Fréttamat sumra fréttamanna RUV er með eindæmum. Ég sendi neðangreindan tölvupóst á fréttastofuna ásamt bókun skipulagsnefndar sem birtist hér á undan umræddum pósti.

Í stuttu máli var niðurstaðan sú að þetta væri ekki fréttnæmt. Hvað er fréttnæmt, ef ekki þetta.

Bókun á fundi skipulagsnefndar 11. janúar 2012. Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs þann 10. janúar 2012 gerðist það að samþykkt var tillaga frá meirihluta Umhverfis- og samgöngunefnd um friðlýsingu Skerjafjarðar. Þetta gerðist þrátt fyrir að ekki var búið að afgreiða málið í Skipulagsnefnd.  Á sameiginlegum fundi með Umhverfis- og samgöngunefnd er haldin var 12. desember 2011 var ákveðið að fresta málinu og afla frekari upplýsinga til þess að nefndarmenn gætu tekið afstöðu til málsins, það er hvort raunveruleg þörf væri á friðlýsingu í stað bæjarverndarinnar sem nú er á umræddum svæðum. Það er með ólíkindum að formaður Umhverfis- og samgöngunefndar skuli hafa kosið að hunsa vilja nefndarmanna á umræddum fundi. Þess í stað heldur hún fund í eigin nefnd þann 6. janúar 2012 og fær þar samþykkta tillögu, um friðlýsingu Skerjafjarðar, til bæjarstjórnar. Með þessum gjörningi gengur hún framhjá skipulagsnefnd. Fá, ef nokkur, fordæmi eru fyrir vinnubrögðum af þessu tagi innan stjórnsýslu Kópavogs og er nú þörf rannsóknar á málinu. Því er, hér með, þess farið á leit við bæjarstjóra að eftirfarandi atriði verði rannsökuð og svör veitt.  
  1. Hvort friðlýsing Skerjafjarðar heyrir undir starfssvið Skipulagsnefndar eður ei.
  2. Af hverju bæjarstjórn afgreiddi málið þrátt fyrir að Skipulagsnefnd væri ekki búin að afgreiða það vegna skorts á upplýsingum.
  3. Hefur bæjarstjórn áður samþykkt mál er varða friðlýsingar eða bæjarvernd á þess að viðkomandi mál hafi verið afgreitt frá skipulagsnefnd.
  4. Hvort stjórnahættir þessir standist lög og reglugerðir..
Undir þessa bókun rita: Kristinn Dagur Gissurarson, fulltrúi Framsóknarflokks, Jóhann Ísberg, fulltrúi SjálfstæðisflokksMargrét Björnsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, Vilhjálmur Einarsson, fulltrúi Kópavogslistans

Hér kemur pósturinn til RUV 

Til fréttastofu / ritstjórnar 

Tel eftirfarandi fréttaefni og þess eðlis að áhugavert væri fyrir ykkur að fjalla um:  Bókun meirihluta skipulagsnefndar í Kópavogi frá í gær. Hana má finna á vef Kópavogsbæjar. Nokkur atriði, að auki, til umhugsunar í þessu sambandi

  1. Friðlýsingarmál heyra undir skipulagsnefnd samkvæmt skipuriti bæjarins. Af hverju beið bæjarstjórn ekki eftir umsögn/afgreiðslu skipulagsnefndar?
  2. Meirihluti bæjarstjórnar neitaði að fresta málinu og feldi tillögu þar að lútandi. Af hverju lá svona mikið á, að ekki var hægt að virða eðlilega stjórnsýslu?
  3. Bæjarstjórnarfulltrúi Kópavogslistans, Rannveig Ásgeirsdóttir, virti ekki álit samflokksmanns síns, Vilhjálms Einarssonar, sen situr í skipulagsnefnd, Hann taldi rétt að fá nánari upplýsingar áður en málið yrði endanlega afgreitt úr nefndinni. Vilhálmur skrifaðu undir bókunina með minnihlutanum eins og sjá má.
  4. Formaður Umhverfisnefndar, Margrét Júlía Rafnsdóttir, sýnir af sér fádæma ósvífni með því að virða ekki valdsvið skipulagsnefndar. Hún kýs að fara á svig við vandaða og rétta stjórnarhætti til þess eins að ná fram samþykkt bæjarstjórnar. Í þessu sambandi er þess vert að vitna í hennar eigin orð er hún flutti á framboðsfundi vegna forvals Samfylkingarinnar í Kópavogi 19.1.2010. Þar sagði hún;  ...“Ég vil sjá breyttar áherslur og breytt vinnubrögð í Kópavogi.  Ég vil að virðing, jafnrétti, heiðarleiki og réttlæti verði einkunnarorð í stjórnmálum í Kópavogi á næstu árum og að hugmyndafræði jöfnuðar og félagshyggju verði leiðarljósið. Ég vil leggja mitt að mörkum til að svo megi verða.....”
  5. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, skrifar grein sem birtist á bloggsíðu hennar 29.4.2010. Þar segir hún; “.. Við höfum bent á óeðlilega stjórnsýslu ....”  Hvað er hér á ferðinni?  Í sömu grein talar hún um stefnuskrá síns og flokks og segir; “Meginstefið er traust fjármálastjórn, ábyrg meðferð fjár og bætt stjórnsýsla”. Er þetta bætt stjórnsýsla?
  6. Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti VG í Kópavogi, vill efla lýðræðislega umræðu. Það segir hann alla vega í bloggfærslu sinni frá 12.3.2009, þegar hann sækist eftir 3.-4. sæti í forvali síns flokks til Alþingiskosninga. Þar setur hann fram áhersluatriði sín. Eitt þeirra hljóðar svo; “Eflum lýðræðislega umræðu, og eflum almenning til þátttöku. Almenningur hafi áhrif á ákvarðanir á milli kosninga”.

Ég, undirritaður, tel mjög mikilvægt að meirihlutinn í Kópavogi svari því, hvers vegna þessi háttur var hafður á. Einnig að þessir einstaklingar sem ég hefi hér nefnt, oddvitar sinna flokka, tilgreini ástæður fyrir hegðan sinni í þessu máli, þvert á eigin yfirlýsingar. Einnig hvort þau telji háttsemi sína samrýmast vandaðri málsmeðferð og hvort þessi hegðan er sú sem vænta má af þeim í framtíðinni? Hvar er hin vandaða stjórnsýsla sem þeim er tíðrætt um? 

Virðingarfyllst, Kristinn Dagur Gissurarson, Gsm. 847 5000, fulltrúi Framsóknar í skipulagsnefnd

 


Valdníðsla í Kópavogi. Samfylking, Vinstri grænir og Næst besti í "stuði"

Fáheyrð tíðindi gerðust á bæjarstórnarfundi í Kópavogi, 10.1.2012. Þar var tekin til afgreiðslu mál er heyrir undir skipulagsnefnd og ekki var búið að afgreiða þar. Af þessu tilefni bókaði meirihluti skipulagsnefndar og varpaði fram spurningum til bæjarstóra. Bókunin sem fer hér á eftir lýsir vel um hvað málið snérist. Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Kópavogslistans stóðu að bókuninni.

Bókun á fundi skipulagsnefndar 11. janúar 2012. Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs þann 10. janúar 2012 gerðist það að samþykkt var tillaga frá meirihluta Umhverfis- og samgöngunefnd um friðlýsingu Skerjafjarðar. Þetta gerðist þrátt fyrir að ekki var búið að afgreiða málið í Skipulagsnefnd.  

Á sameiginlegum fundi með Umhverfis- og samgöngunefnd er haldin var 12. desember 2011 var ákveðið að fresta málinu og afla frekari upplýsinga til þess að nefndarmenn gætu tekið afstöðu til málsins, það er hvort raunveruleg þörf væri á friðlýsingu í stað bæjarverndarinnar sem nú er á umræddum svæðum. 

Það er með ólíkindum að formaður Umhverfis- og samgöngunefndar skuli hafa kosið að hunsa vilja nefndarmanna á umræddum fundi. Þess í stað heldur hún fund í eigin nefnd þann 6. janúar 2012 og fær þar samþykkta tillögu, um friðlýsingu Skerjafjarðar, til bæjarstjórnar. Með þessum gjörningi gengur hún framhjá skipulagsnefnd. 

Fá, ef nokkur, fordæmi eru fyrir vinnubrögðum af þessu tagi innan stjórnsýslu Kópavogs og er nú þörf rannsóknar á málinu. Því er, hér með, þess farið á leit við bæjarstjóra að eftirfarandi atriði verði rannsökuð og svör veitt.

  1. Hvort friðlýsing Skerjafjarðar heyrir undir starfssvið Skipulagsnefndar eður ei.
  2. Af hverju bæjarstjórn afgreiddi málið þrátt fyrir að Skipulagsnefnd væri ekki búin að afgreiða það vegna skorts á upplýsingum.
  3. Hefur bæjarstjórn áður samþykkt mál er varða friðlýsingar eða bæjarvernd án þess að viðkomandi mál hafi verið afgreitt frá skipulagsnefnd.
  4. Hvort stjórnahættir þessir standist lög og reglugerðir..
Það verður fróðlegt að sjá svörin frá æðsta embættismanni stjórnsýslunnar í Kópavogi. - KDG  

Friðlýsingarmál í Kópavogi

Vegna greinar/fréttar, “Friðlýsing strandar á Reykjavíkurborg”, er birtist í Fréttablaðinu þ. 2. janúar 1012, vill undirritaður benda á nokkrar staðreyndarvillur, 

Fyrir það fyrsta er ekkert sem segir að friðlýsa eigi Skerjafjörð. Hins vegar er lagt til í Náttúruverndaráætlun fyrir árin 2004 – 2008 að svæðið verði friðlýst. Forræði á þeim málum er hins vegar á hendi viðkomandi sveitarfélaga. 

Í annann stað er fullyrt í greininni að Kópavogsbær muni friðlýsa Skerjafjörð innan sinnar lögsögu nú í janúar. Hvaðan blaðamaðurinn hefur þær upplýsingar veit ég ekki, nema þær séu frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur, formanni Umhverfis og samgöngunefndar Kópavogs sem hann vitnar óspart í. 

Staðreyndin er hins vegar sú að ekki er meirihluti fyrir því í Skipulagsnefnd Kópavogsbæjar, en hún hefur forræði á þessu máli, að friðlýsa Skerjafjörð, að sinni. Meirihluti nefndarmanna vill skoða þessi friðlýsingarmál mjög vel áður en ákvörðun er tekin. Málið hefur í raun aðeins verið kynnt á einum nefndarfundi og mörg álitamál komu þá upp. Verið er að vinna nýtt Aðalskipulag fyrir Kópavogsbæ og taldi meirihluti nefndarmanna rétt að skoða þessi friðlýsingarmál meðfram þeirri vinnu. Ákvörðun um friðlýsingu hefur því ekki verið tekin, eins og lesa má úr fréttinni 

Það sem skiptir mestu máli er að Kópavogsbær hefur staðið sig mjög vel í verndun Skerjafjarðar. Svæðið nýtur bæjarverndar sem er nánast ígildi friðlýsingar. Enginn ágreiningur er um að varðveita beri leirunar í Kópavogi svo farfuglar geti haft þar viðkomu hér eftir sem áður. Hvort svæðið er formlega friðlýst breytir þar engu um. 

Það virðist vera mikið kappsmál hjá Margréti Júlíu, formanni Umhverfis- og samgöngunefndar að þrýsta friðlýsingu Skerjafjarðar í gegn um kerfið í Kópavogi og það án þess að raunveruleg umræða hafi farið fram um nauðsyn slíks gjörnings. Slík vinnubrögð eru ekki sæmandi. 

Ritað 3. janúar 2012. Kristinn Dagur Gissurarson 


Hvalveiðar sjálfsagður hlutur

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, telur sig eflaust mikinn náttúruverndarsinna og er það vel. Okkur ber að ganga vel um móðir jörð og raska sem minnst vistkerfi hennar.

En Árni veður villur vegar með því að leggjast gegn hvalveiðum Íslendinga. Það hefur ekki verið hrakið að stofnar þeir sem við veiðum úr, tiltekið magn á ári hverju, þola það ágætlega. Það væri allt annað ef þessir stofnar væru í útrýmingarhættu. Þá ætti að sjálfsögðu að banna veiðar úr þeim stofnum.

Sjálfbærar veiðar eru sjálfsögð réttindi strandþjóða og að láta tísku- og tilfinningaskoðanabylgjur úti í heimi stjórna okkur er út í hött.

Það væri hins vegar verðugt verkefni fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands að berjast á móti verksmiðjubúskap með dýrahald þar sem beitt er miður skemmtilegum aðferðum til þess að ná fram hámarks fallþunga dýranna. Það hefur sýnt sig að þessar aðferðir eru heilsuspillandi og ósiðlegar.

Náttúruverndarsamtök Íslands eiga að vinna faglega í baráttu sinni. Það gera þau ekki varðandi afstöðu sína til hvaðveiða Íslendinga. ÞAÐ ER MIÐUR.

Kristinn Dagur


mbl.is Sakar forsetann um lýðskrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband