RUV - Brenglað fréttamat

Fréttamat sumra fréttamanna RUV er með eindæmum. Ég sendi neðangreindan tölvupóst á fréttastofuna ásamt bókun skipulagsnefndar sem birtist hér á undan umræddum pósti.

Í stuttu máli var niðurstaðan sú að þetta væri ekki fréttnæmt. Hvað er fréttnæmt, ef ekki þetta.

Bókun á fundi skipulagsnefndar 11. janúar 2012. Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs þann 10. janúar 2012 gerðist það að samþykkt var tillaga frá meirihluta Umhverfis- og samgöngunefnd um friðlýsingu Skerjafjarðar. Þetta gerðist þrátt fyrir að ekki var búið að afgreiða málið í Skipulagsnefnd.  Á sameiginlegum fundi með Umhverfis- og samgöngunefnd er haldin var 12. desember 2011 var ákveðið að fresta málinu og afla frekari upplýsinga til þess að nefndarmenn gætu tekið afstöðu til málsins, það er hvort raunveruleg þörf væri á friðlýsingu í stað bæjarverndarinnar sem nú er á umræddum svæðum. Það er með ólíkindum að formaður Umhverfis- og samgöngunefndar skuli hafa kosið að hunsa vilja nefndarmanna á umræddum fundi. Þess í stað heldur hún fund í eigin nefnd þann 6. janúar 2012 og fær þar samþykkta tillögu, um friðlýsingu Skerjafjarðar, til bæjarstjórnar. Með þessum gjörningi gengur hún framhjá skipulagsnefnd. Fá, ef nokkur, fordæmi eru fyrir vinnubrögðum af þessu tagi innan stjórnsýslu Kópavogs og er nú þörf rannsóknar á málinu. Því er, hér með, þess farið á leit við bæjarstjóra að eftirfarandi atriði verði rannsökuð og svör veitt.  
  1. Hvort friðlýsing Skerjafjarðar heyrir undir starfssvið Skipulagsnefndar eður ei.
  2. Af hverju bæjarstjórn afgreiddi málið þrátt fyrir að Skipulagsnefnd væri ekki búin að afgreiða það vegna skorts á upplýsingum.
  3. Hefur bæjarstjórn áður samþykkt mál er varða friðlýsingar eða bæjarvernd á þess að viðkomandi mál hafi verið afgreitt frá skipulagsnefnd.
  4. Hvort stjórnahættir þessir standist lög og reglugerðir..
Undir þessa bókun rita: Kristinn Dagur Gissurarson, fulltrúi Framsóknarflokks, Jóhann Ísberg, fulltrúi SjálfstæðisflokksMargrét Björnsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, Vilhjálmur Einarsson, fulltrúi Kópavogslistans

Hér kemur pósturinn til RUV 

Til fréttastofu / ritstjórnar 

Tel eftirfarandi fréttaefni og þess eðlis að áhugavert væri fyrir ykkur að fjalla um:  Bókun meirihluta skipulagsnefndar í Kópavogi frá í gær. Hana má finna á vef Kópavogsbæjar. Nokkur atriði, að auki, til umhugsunar í þessu sambandi

  1. Friðlýsingarmál heyra undir skipulagsnefnd samkvæmt skipuriti bæjarins. Af hverju beið bæjarstjórn ekki eftir umsögn/afgreiðslu skipulagsnefndar?
  2. Meirihluti bæjarstjórnar neitaði að fresta málinu og feldi tillögu þar að lútandi. Af hverju lá svona mikið á, að ekki var hægt að virða eðlilega stjórnsýslu?
  3. Bæjarstjórnarfulltrúi Kópavogslistans, Rannveig Ásgeirsdóttir, virti ekki álit samflokksmanns síns, Vilhjálms Einarssonar, sen situr í skipulagsnefnd, Hann taldi rétt að fá nánari upplýsingar áður en málið yrði endanlega afgreitt úr nefndinni. Vilhálmur skrifaðu undir bókunina með minnihlutanum eins og sjá má.
  4. Formaður Umhverfisnefndar, Margrét Júlía Rafnsdóttir, sýnir af sér fádæma ósvífni með því að virða ekki valdsvið skipulagsnefndar. Hún kýs að fara á svig við vandaða og rétta stjórnarhætti til þess eins að ná fram samþykkt bæjarstjórnar. Í þessu sambandi er þess vert að vitna í hennar eigin orð er hún flutti á framboðsfundi vegna forvals Samfylkingarinnar í Kópavogi 19.1.2010. Þar sagði hún;  ...“Ég vil sjá breyttar áherslur og breytt vinnubrögð í Kópavogi.  Ég vil að virðing, jafnrétti, heiðarleiki og réttlæti verði einkunnarorð í stjórnmálum í Kópavogi á næstu árum og að hugmyndafræði jöfnuðar og félagshyggju verði leiðarljósið. Ég vil leggja mitt að mörkum til að svo megi verða.....”
  5. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, skrifar grein sem birtist á bloggsíðu hennar 29.4.2010. Þar segir hún; “.. Við höfum bent á óeðlilega stjórnsýslu ....”  Hvað er hér á ferðinni?  Í sömu grein talar hún um stefnuskrá síns og flokks og segir; “Meginstefið er traust fjármálastjórn, ábyrg meðferð fjár og bætt stjórnsýsla”. Er þetta bætt stjórnsýsla?
  6. Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti VG í Kópavogi, vill efla lýðræðislega umræðu. Það segir hann alla vega í bloggfærslu sinni frá 12.3.2009, þegar hann sækist eftir 3.-4. sæti í forvali síns flokks til Alþingiskosninga. Þar setur hann fram áhersluatriði sín. Eitt þeirra hljóðar svo; “Eflum lýðræðislega umræðu, og eflum almenning til þátttöku. Almenningur hafi áhrif á ákvarðanir á milli kosninga”.

Ég, undirritaður, tel mjög mikilvægt að meirihlutinn í Kópavogi svari því, hvers vegna þessi háttur var hafður á. Einnig að þessir einstaklingar sem ég hefi hér nefnt, oddvitar sinna flokka, tilgreini ástæður fyrir hegðan sinni í þessu máli, þvert á eigin yfirlýsingar. Einnig hvort þau telji háttsemi sína samrýmast vandaðri málsmeðferð og hvort þessi hegðan er sú sem vænta má af þeim í framtíðinni? Hvar er hin vandaða stjórnsýsla sem þeim er tíðrætt um? 

Virðingarfyllst, Kristinn Dagur Gissurarson, Gsm. 847 5000, fulltrúi Framsóknar í skipulagsnefnd

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband