Valdníðsla í Kópavogi. Samfylking, Vinstri grænir og Næst besti í "stuði"

Fáheyrð tíðindi gerðust á bæjarstórnarfundi í Kópavogi, 10.1.2012. Þar var tekin til afgreiðslu mál er heyrir undir skipulagsnefnd og ekki var búið að afgreiða þar. Af þessu tilefni bókaði meirihluti skipulagsnefndar og varpaði fram spurningum til bæjarstóra. Bókunin sem fer hér á eftir lýsir vel um hvað málið snérist. Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Kópavogslistans stóðu að bókuninni.

Bókun á fundi skipulagsnefndar 11. janúar 2012. Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs þann 10. janúar 2012 gerðist það að samþykkt var tillaga frá meirihluta Umhverfis- og samgöngunefnd um friðlýsingu Skerjafjarðar. Þetta gerðist þrátt fyrir að ekki var búið að afgreiða málið í Skipulagsnefnd.  

Á sameiginlegum fundi með Umhverfis- og samgöngunefnd er haldin var 12. desember 2011 var ákveðið að fresta málinu og afla frekari upplýsinga til þess að nefndarmenn gætu tekið afstöðu til málsins, það er hvort raunveruleg þörf væri á friðlýsingu í stað bæjarverndarinnar sem nú er á umræddum svæðum. 

Það er með ólíkindum að formaður Umhverfis- og samgöngunefndar skuli hafa kosið að hunsa vilja nefndarmanna á umræddum fundi. Þess í stað heldur hún fund í eigin nefnd þann 6. janúar 2012 og fær þar samþykkta tillögu, um friðlýsingu Skerjafjarðar, til bæjarstjórnar. Með þessum gjörningi gengur hún framhjá skipulagsnefnd. 

Fá, ef nokkur, fordæmi eru fyrir vinnubrögðum af þessu tagi innan stjórnsýslu Kópavogs og er nú þörf rannsóknar á málinu. Því er, hér með, þess farið á leit við bæjarstjóra að eftirfarandi atriði verði rannsökuð og svör veitt.

  1. Hvort friðlýsing Skerjafjarðar heyrir undir starfssvið Skipulagsnefndar eður ei.
  2. Af hverju bæjarstjórn afgreiddi málið þrátt fyrir að Skipulagsnefnd væri ekki búin að afgreiða það vegna skorts á upplýsingum.
  3. Hefur bæjarstjórn áður samþykkt mál er varða friðlýsingar eða bæjarvernd án þess að viðkomandi mál hafi verið afgreitt frá skipulagsnefnd.
  4. Hvort stjórnahættir þessir standist lög og reglugerðir..
Það verður fróðlegt að sjá svörin frá æðsta embættismanni stjórnsýslunnar í Kópavogi. - KDG  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband