Lítilmótleg vinnubrögð ríkisstjórnar í Icesave málinu

Það er með ólíkindum hversu hrædd núverandi ríkisstjórn er við dóm þjóðarinnar um Icesave III samninginn. Maður hefði haldið miðað við málflutning ráðherra um hversu hagstæður hann sé, miðað við fyrri samninga, fyrir íslenska þjóð að sjálfsagt væri í ljósi forsögunnar að alþingi samþykkti að þjóðin kysi um hann.

En það geta forkólfar ríkisstjórnarinnar ekki hugsað sér. Þeir eru logandi hræddir við útkomuna og vilja því þvinga þessum samningi upp á þjóðina, í fljótræði og með ótrúlegu ofbeldi, ef grannt er skoðað. Vonandi fá þeir sömu flengingu og síðast þegar þeir samþykktu fyrri Icesave. Þá sýndi forseti landsins þann kjark að hafna undirskrift og þ.a.l. fór sá samningur í þjóðaratkvæði.

Kratarnir í stjórnarsamstarfinu virðast hafa ótrúleg tök á flestum þingmönnum Vinstri grænna, utan þeirra Ásmundar Einars Daðasonar og Lilju Mosesdóttur. Þau sýndu nú eins og oft áður að þau taka sjálfstæðar ákvarðanir í stað þess að lúta Stalínískri forsjá Steingríms J. og Jóhönnu S.

Það er eitt, hvernig menn greiddu atkvæði um Icesave III. Þó ég kunni þeim alþingismönnum litlar þakkir sem sögðu já, get ég skilið og virt röksemdir þeirra. Hitt er hvernig þingmenn SF gátu látið kúska sig, alla sem einn, til að hafna tillögunni um að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ekki voru VG betri, utan þeirra Ásmundar og Lilju. Það er reyndar ótrúlegt að VG skuli ekki hafa stutt tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu. Líklega treystir Steingrímu J. á að pólítískt minni þjóðarinnar sé og verði hriplekt.

Er óútfylltur víxill gjaldið sem Samfylkingin eru tilbúiðnað greiða fyrir bros og klapp á bakið frá ESB. Virðingu fá þau enga, trúi ég.  Er þetta gjaldið sem Vinstri Grænir eru tilbúnir að láta þjóðina borga til að halda um stjórnartaumana, enn um stund.

Hafi þeir þingmenn skömm fyrir sem studdu ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta umdeilda mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband