Vandræðagangur stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins

Verð að viðurkenna að ég skil ekkert í vinnubrögðum formanns stjórnar FME., Aðalsteins Leifssonar. Hann ákveður, væntanlega í umboði stjórnar, að segja Gunnari Andersen, forstjóra upp störfum.

En hvað gerist? Hálfkák, japl og fum af hálfu Aðalsteins Leifssonar, stjórnarformanns. Hann veldur ekki verkefninu, að ganga hreint til verks og ljúka málinu hratt. Stjórnin telur Gunnar, jú, sekan um yfirhylmingu á eigin gjörðum, hér um árið í störfum fyrir Landsbankann.

Legg ekki mat á gjörðir stjórnar FME. Til þess hef ég ekki nægar upplýsingar.

En hvað með hæfi Aðalsteins Leifssonar, til þess að leiða stjórn FME? Er ekki viss um að hann valdi því starfi. Aðalsteinn er prýðilegur kennari og skemmtilegur. Spurning hvort hann á ekki að halda sig við það sem hann kann?


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband