13.1.2012 | 23:51
Spurningar til útvarpsstjóra allra landsmanna
Sæll Páll
Efni: Áður sendur tölvupóstur og samskipti / svör við fréttamenn RUV.
Þar sem ég hafði ekki fengið svar, við pósti mínum, um hádegisbil í dag hafði ég samband við fréttastofu. Það leiddi til þess að fréttamaður (Bergljót) hafði samband við mig og forvitnaðist um málavöxtu. Hún sagðist ætla að kanna málið frekar og ræða það við vaktstjóra, Arnar Pál. Bergljót hafði svo samband við mig nokkru seinna og tjáði mér að ákvörðun hefði verið tekin. Greint yrði frá því í fréttum að Kópavogur hefði friðlýst Skerjafjörð en ekki yrði fjallað um aðdraganda ákvörðunarinnar. Friðlýsingin væri fréttaefni en ekki stjórnarhættir meirihlutans í Kópavogi. Ég tjáði Bergljótu, og reyndar vaktstjóra einnig, að það væri auðvitað sjálfsagt og eðlilegt að greina frá friðlýsingu Skerjafjarðar, en lýsti furðu minni á þeirri ákvorðun að fjalla ekki um, vægast sagt, óeðlilegan aðdraganda málsins, það er málsmeðferðinni. Ég tjáði Arnari Páli að málinu væri langt í frá lokið af minni hálfu.
Í ljósi ofanritaðs og fyrirliggjandi upplýsinga, spyr ég þig, Páll Magnússon, sem ert búinn að starfa lengi að fréttum og ert æðsti starfsmaður RUV, eftirfarandi spurninga:
- Telur þú að RUV, miðill allra landsmanna, eigi að greina frá og fjalla um starfshætti sveitarstjórnarmanna þegar sýnt þykir að þeir hafi staðið óeðlilega að afgreiðslu mála? (í næst stærsta sveitarfélagi landsins)
- Telur þú mál þetta léttvægt og hafi ekkert fréttagildi?
Læt nú hér staðar numið, að sinni. Vonast eftir svari frá þér, hið snarasta.
Virðingarfyllst, Kristinn Dagur Gissurarson, Gsm. 847 5000