Verður evrunni bjargað?

VAR EVRAN EKKI AÐALRÖKSEMD AÐILDARSINNA ÞEGAR SÓTT VAR UM INNGÖNGU Í ESB?

Þrátt fyrir aðeins nokkurra daga gamalt samkomulag esb ríkjana að Bretlandi undanskildu, til bjargar evrunni, virðist nú þegar hrikta í samheldni ríkjanna.

Fleiri ríki en Bretland, hafa tekið undir efasemdir um að þær lausnir sem voru boðaðar gangi upp eða séu í raun gerlegar. Því eru uppi vangaveltur um að líklega verði uppstokkun á þeim ríkjum sem nota evruna. Norður Evrópa noti evru A og Suður Evrópa noti evru B. Og Frakkland ætti líklega heima með Suður Evrópu. Grikkland hætti með evru og hugsanlega fleiri ríki.

Þessi atriði komu fram á fundi sem Heimssýn og Herjan stóðu fyrir í Háskóla Íslands í dag. Frummælendur voru þeir Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, og Stefán Jóhann Stefánsson, hagfræðingur og fyrrum varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Fram kom í máli Stefáns að vandamálin væru gríðarleg í Evrópu og það myndi taka esb mörg ár að leysa úr þeim. Hvort evran lifir það af veit enginn.

VAR EVRAN EKKI AÐALRÖKSEMD AÐILDARSINNA ÞEGAR SÓTT VAR UM INNGÖNGU Í ESB?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband