Friðlýsingarmál í Kópavogi

Vegna greinar/fréttar, “Friðlýsing strandar á Reykjavíkurborg”, er birtist í Fréttablaðinu þ. 2. janúar 1012, vill undirritaður benda á nokkrar staðreyndarvillur, 

Fyrir það fyrsta er ekkert sem segir að friðlýsa eigi Skerjafjörð. Hins vegar er lagt til í Náttúruverndaráætlun fyrir árin 2004 – 2008 að svæðið verði friðlýst. Forræði á þeim málum er hins vegar á hendi viðkomandi sveitarfélaga. 

Í annann stað er fullyrt í greininni að Kópavogsbær muni friðlýsa Skerjafjörð innan sinnar lögsögu nú í janúar. Hvaðan blaðamaðurinn hefur þær upplýsingar veit ég ekki, nema þær séu frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur, formanni Umhverfis og samgöngunefndar Kópavogs sem hann vitnar óspart í. 

Staðreyndin er hins vegar sú að ekki er meirihluti fyrir því í Skipulagsnefnd Kópavogsbæjar, en hún hefur forræði á þessu máli, að friðlýsa Skerjafjörð, að sinni. Meirihluti nefndarmanna vill skoða þessi friðlýsingarmál mjög vel áður en ákvörðun er tekin. Málið hefur í raun aðeins verið kynnt á einum nefndarfundi og mörg álitamál komu þá upp. Verið er að vinna nýtt Aðalskipulag fyrir Kópavogsbæ og taldi meirihluti nefndarmanna rétt að skoða þessi friðlýsingarmál meðfram þeirri vinnu. Ákvörðun um friðlýsingu hefur því ekki verið tekin, eins og lesa má úr fréttinni 

Það sem skiptir mestu máli er að Kópavogsbær hefur staðið sig mjög vel í verndun Skerjafjarðar. Svæðið nýtur bæjarverndar sem er nánast ígildi friðlýsingar. Enginn ágreiningur er um að varðveita beri leirunar í Kópavogi svo farfuglar geti haft þar viðkomu hér eftir sem áður. Hvort svæðið er formlega friðlýst breytir þar engu um. 

Það virðist vera mikið kappsmál hjá Margréti Júlíu, formanni Umhverfis- og samgöngunefndar að þrýsta friðlýsingu Skerjafjarðar í gegn um kerfið í Kópavogi og það án þess að raunveruleg umræða hafi farið fram um nauðsyn slíks gjörnings. Slík vinnubrögð eru ekki sæmandi. 

Ritað 3. janúar 2012. Kristinn Dagur Gissurarson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband