Verður evrunni bjargað?

VAR EVRAN EKKI AÐALRÖKSEMD AÐILDARSINNA ÞEGAR SÓTT VAR UM INNGÖNGU Í ESB?

Þrátt fyrir aðeins nokkurra daga gamalt samkomulag esb ríkjana að Bretlandi undanskildu, til bjargar evrunni, virðist nú þegar hrikta í samheldni ríkjanna.

Fleiri ríki en Bretland, hafa tekið undir efasemdir um að þær lausnir sem voru boðaðar gangi upp eða séu í raun gerlegar. Því eru uppi vangaveltur um að líklega verði uppstokkun á þeim ríkjum sem nota evruna. Norður Evrópa noti evru A og Suður Evrópa noti evru B. Og Frakkland ætti líklega heima með Suður Evrópu. Grikkland hætti með evru og hugsanlega fleiri ríki.

Þessi atriði komu fram á fundi sem Heimssýn og Herjan stóðu fyrir í Háskóla Íslands í dag. Frummælendur voru þeir Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, og Stefán Jóhann Stefánsson, hagfræðingur og fyrrum varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Fram kom í máli Stefáns að vandamálin væru gríðarleg í Evrópu og það myndi taka esb mörg ár að leysa úr þeim. Hvort evran lifir það af veit enginn.

VAR EVRAN EKKI AÐALRÖKSEMD AÐILDARSINNA ÞEGAR SÓTT VAR UM INNGÖNGU Í ESB?


Af viti firrtu gríni!

Minn hlátur, er grátur. Ekki er annað hægt en brosa kalt þegar maður fer yfir mismundandi áhugaverða fyrirlestra og málþing sem "æðstu menntastofnanir" á höfuðborgarsvæðinu standa fyrir og auglýsa á vefum sínum.

Þegar umfjöllunarefnið er umdeilt virðist háskólasamfélagið ekki valda verkefninu. Þess er ekki gætt að talsmenn ólíkra sjónarmiða hafi framsögu, rökstyðji sinn málflutning og svari síðan fyrirspurnum.

Nýjasta dæmið er málþing sem halda á í Hátíðasal Háskóla Íslands, laugardaginn 2. apríl og ber yfirskriftina "Icesave - ýmis álitaefni. Málþing í Hátíðasal". Við fyrstu sýn virðist áhugavert að mæta og hlusta á fræðimenn fjalla um ýmsar hliðar þessa máls sem er við það að kljúfa þjóðina í herðar niður.

En því miður, - allir fyrirlesararnir, sex að tölu, utan einn, eru þekktir talsmenn þess að samþykkja Icesave III.

Hið sorglega við þetta háttalag þeirra sem kalla sig fræðimenn og skipuleggja viðburði um heit deilumál er að virðing gagnvart hinum sömu fer þverrandi. Það er vegna þess að hér eru ekki vísindaleg né fræðileg vinnubrögð á ferðinni.

Það er í raun ólíðandi hvernig staðið er að þessum málum í háskólasamfélaginu. Það ætti að vera keppikefli þeirra sem telja sig framverði frjórrar hugsunar að setja fram sín sjónarmið, rökstyðja þau og rökræða við þá sem eru á öðru máli. 

Nei, einhliða málþing er lausnin! Þetta er náttúrulega ekkert annað en viti firrt grín. 

 


Villandi umræða um Icesave III

Fregnir berast okkur landsmönnum, héðan og þaðan, að líklegast sé að íslensk þjóð muni ekki þurfa að borga neitt sem heitið getur ef Icesave III verður samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl, næstkomandi.

Samninganefndin kappkostar við að sannfæra landann um hversu ásættanlegur þessi samningur er. Haldnir eru blaðamannafundir þar sem lýst er fegurri mynd en fyrr. Allt er þetta nú gott ef satt reynist. En það fylgir böggull skammrifi. Þróun gengismála og innheimtur úr þrotabúi Gamla Landsbankans eru ekki í hendi ásamt fleiri þáttum sem óvissa er um. ÞVÍ ER VERIÐ AÐ SKRIFA UPP Á ÓÚTFYLLTAN VÍXIL MEÐ RÍKISÁBYRGÐ EF SAMNINGURINN VERÐUR SAMÞYKKTUR. Það eina sem gerist þá er að Íslendingar fá bros og klapp á bakið en virðingu enga.

Undrun sætir hversu stjórnvöld á Íslandi hafa sótt fast að ná samningum við Breta og Hollendinga. Samningsmarkmiðið virðist hafa verið og vera aðeins eitt, - að ná samningum og keyra málið í gegn með harðfylgi. Hvaða byrðar eru lagðar á þjóðina er algjört aukaatriði í hugum þeirra sem harðast hafa gengið fram í þessum Icesave málum. Hvaða rök eru fyrir þessu háttalagi Samfylkingar- og VG manna? Eru hagsmunir aðildarsinna að Evrópubandalaginu æðri hagsmunum þjóðarinnar? Spyr sá sem undrast.

Nú hafa bankarnir bæst í hóp þeirra sem fjalla um hinn nýja Icesave samning. Þeir gera það með því að boða til funda undir merkjum hlutleysis og málefnalegrar umfjöllunar. Einn slíkur var Aríon banka sem hélt fund í dag, 3. mars 2011, undir yfirskriftinni "Icesave III, samningaleiðin eða dómstólaleiðin". Umgjörð fundarins var vönduð og veglega veitt af hálfu Aríon banka.

Yfirskrift fundarins er villandi. Það er ekki sjálfgefið að málið fari fyrir dómstóla ef samningurinn verður felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og jásinnar reyna að telja þjóðinni trú um. Nánast allir lögfræðingar eru þó sammála um að staða okkar er lagalega góð ef málið fer þá leið. Því er allt eins líklegt að Bretar og Hollendingar kjósi að bíða enn um sinn og sjá hvernig mál þróast. En aftur að fundinum hjá Aríon banka.

Það verður að segjast eins og er að töluverð (já,já,já) slagsíða var á þeim sem fluttu erindi og voru í pallborðinu. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Aríon banka, setti fundinn og kom því að í upphafsorðum sínum að hann styddi samninginn sem til umræðu væri. 

Fyrstur tók til máls, Jóhannes Karl Sveinsson, lögfræðingur, sem átti sæti í samninganefndinni. Hann talaði fyrir samningnum þó óbeint væri. Ekkert óeðlilegt við að maðurinn tali fyrir samningi sem hann átti þátt í. Andrew Speirs, erlendur ráðgjafi, tók næst til máls og fjallaði almennt um (slæma) stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Hann má þó eiga það að hann sagði að Bretar og Hollendingar hefðu ekki áhuga á að fara með málið fyrir dómstóla. Ástæðan væri sú að þeir vildu ekki hrófla við fjármálakerfinu sem er við lýði. Að öðru leyti talaði hann fyrir samningnum með sínum hætti.

Að loknum erindum þessara tveggja já manna settust þeir við pallborðið ásamt Þorsteini Vilhjálmssyni, hörðum já-manni og Sigurði Hannessyni (Indefence) sem er efasemdarmaður um samninginn.

Hvar voru Nei-mennirnir? Var þeim ekki boðin þátttaka?


Galgopaháttur og lygimál

Greinin birtist í Morgunblaðinu 24 febrúar 2011.

Það þykir góð blaðamennska að rannsaka mál eins vel og kostur er áður en frétt er skrifuð. Því miður falla blaðamenn Aftenposten, Lars Magne Sunnana og Kristjan Molstad, í þá gryfju að skrifa frétt, þann 18. febrúar, um efnahagsmál á Íslandi án þess að kynna sér málin. 

Rangfærslunar byrja með fyrirsögninni „Seiler utenom bankgjelden” og undirfyrirsögninni „Islendingerne har sluppet nesten helt unna regningen for krakket í 2008. Ifolge sentralbanken er gjelden til utlandet mindre enn på mange tiår”.   Á íslensku mætti útleggja fyrirsagnirnar á eftirfarandi hátt, „Komast nánast hjá tapi vegna bankahrunsins”  og „Samkvæmt Seðlabanka Íslands eru greiðslur til útlanda lægri nú en um árabil”. 

Hér eru á ferðinni svo villandi upplýsingar að engu tali tekur. Að halda því fram að íslenska þjóðin hafi nánast komist hjá tapi vegna bankahrunsins er móðgun við alla þá sem sárt eiga um að binda vegna stórgallaðs fjármálakerfis, fjármálaglæfra, óhæfra ríkisstjórna og almenns siðferðisbrests, ekki bara á Íslandi heldur út um allann heim. 

Það er staðreynd að verulegur hluti heimila landsins eiga í miklum  fjárhagserfiðleikum sem rekja má til hruns bankanna síðla hausts 2008. Atvinnuleysi er í hæstu hæðum miðað við það sem Íslendingar þekkja og ekki sjáanlegar neinar breytingar á þeirri stöðu. Ekki gera stjórnvöld neitt til að bæta ástandið. 

Steininn tekur þó úr þegar blaðamennirnir vitna í Þórólf Matthíasarson, titlaðan prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Haft er eftir Þórólfi að Ísland hafi hagnast  á  fjármálabólunni og bankahruninu. Orsakana sé að leita í þeirri staðreynd að Ríkið hafi neitað greiðsluskyldu þegar bankarnir hrundu. Þar með hafi alþjóðlega bankakerfið og fjárfestar orðið að taka tapið. Íslendingar hafi ekki tapað, heldur grætt. 

Er Þólólfur Matthíasarson orðinn snælduvitlaus?  Hvernig er hægt að hafa slík endaskipti á sannleikanum, um hvernig mál hafa þróast hér á landi, síðast liðin ár. Hvernig er hægt að staðhæfa slíka firru um hagnað þegar Þjóðin, ekki alþingi, hafnaði því að greiða skuldir óreiðumanna og einkafyrirtækja.  Almennt er viðurkennt að engin lagaleg rök eru fyrir því að þjóðin greiði þessar skuldir. Fróðlegt verður að vita hvað þjóðin gerir nú þegar hún fær kost á að kjósa um Icesave III. 

Vert er einnig að benda á þá staðreynd að Þórólfur þessi spáði óöld og óáran á Íslandi ef Icesave I yrði ekki samþykkt á Alþingi. Það varð ekki.  Þessi sami Þórólfur spáði nánast heimsendi á Íslandi ef Icesave II yrði ekki samþykkt. Það varð ekki. Hvaða ragnarökum mun Þórólfur þessi spá fyrir um nú, áður en Þjóðin kveður upp sinn dóm. 

Bíðum við,- þessi maður getur ekki verið prófessor í hagfræði. Hann hlýtur að vera prófessor í dómgreindarleysi, afbökun staðreynda, ofstæki og hugsanlega heimsku. Ef ekki er maðurinn haldinn alvarlegum siðferðisbresti. 

Sitthvað sagði Þórólfur fleira sem er svo yfirgengilega vitlaust að engu tali tekur. Hitt er umhugsunarefni að til hans skuli leitað sem álitsgjafa og hann einn borin fyrir áliti um stöðu íslensku þjóðarinnar. 

Ekki góð vinnubrögð hjá blaðamönnum Aftenposten.  

Sjá má greinina í Aftenposten á http://www.aftenposten.no/okonomi/utland/article4034617.ece


Lítilmótleg vinnubrögð ríkisstjórnar í Icesave málinu

Það er með ólíkindum hversu hrædd núverandi ríkisstjórn er við dóm þjóðarinnar um Icesave III samninginn. Maður hefði haldið miðað við málflutning ráðherra um hversu hagstæður hann sé, miðað við fyrri samninga, fyrir íslenska þjóð að sjálfsagt væri í ljósi forsögunnar að alþingi samþykkti að þjóðin kysi um hann.

En það geta forkólfar ríkisstjórnarinnar ekki hugsað sér. Þeir eru logandi hræddir við útkomuna og vilja því þvinga þessum samningi upp á þjóðina, í fljótræði og með ótrúlegu ofbeldi, ef grannt er skoðað. Vonandi fá þeir sömu flengingu og síðast þegar þeir samþykktu fyrri Icesave. Þá sýndi forseti landsins þann kjark að hafna undirskrift og þ.a.l. fór sá samningur í þjóðaratkvæði.

Kratarnir í stjórnarsamstarfinu virðast hafa ótrúleg tök á flestum þingmönnum Vinstri grænna, utan þeirra Ásmundar Einars Daðasonar og Lilju Mosesdóttur. Þau sýndu nú eins og oft áður að þau taka sjálfstæðar ákvarðanir í stað þess að lúta Stalínískri forsjá Steingríms J. og Jóhönnu S.

Það er eitt, hvernig menn greiddu atkvæði um Icesave III. Þó ég kunni þeim alþingismönnum litlar þakkir sem sögðu já, get ég skilið og virt röksemdir þeirra. Hitt er hvernig þingmenn SF gátu látið kúska sig, alla sem einn, til að hafna tillögunni um að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ekki voru VG betri, utan þeirra Ásmundar og Lilju. Það er reyndar ótrúlegt að VG skuli ekki hafa stutt tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu. Líklega treystir Steingrímu J. á að pólítískt minni þjóðarinnar sé og verði hriplekt.

Er óútfylltur víxill gjaldið sem Samfylkingin eru tilbúiðnað greiða fyrir bros og klapp á bakið frá ESB. Virðingu fá þau enga, trúi ég.  Er þetta gjaldið sem Vinstri Grænir eru tilbúnir að láta þjóðina borga til að halda um stjórnartaumana, enn um stund.

Hafi þeir þingmenn skömm fyrir sem studdu ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta umdeilda mál.


Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið

Það var fróðlegt að hlýða á fyrirlestur Stefáns Hauks Jóhannessonar á vegum Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Rekjavík sem haldin var í dag 15. febrúar 2011.

Fróðlegt fyrir þær sakir að þar skautaði Stefán fram hjá hinum mikilvægari málum af mikilli list. Heyra mátti á honum að við værum nánast komin inn í Evrópusambandið, það væri svo lítið sem út af stæði. Ekki yrði tiltakanlega erfitt að semja um sjávar- og landbúnaðarmál sem og önnur mál.

Ein afdrífarík mistök gerði Stefán Haukur í málflutningi sínum. Hann stillti gjaldmiðilsmálum á þann veg að annaðhvort værum við utan sambandsins og héldum í krónuna eða færum inn og tækjum upp evruna.

Getur aðalsamningamaður alþingis (ekki þjóðarinnar) eða réttara sagt kratanna með nauðugri þátttöku vinstri grænna talað svona á opinberum þvettvangi. - Nei, það eru margar aðrar leiðir til ef við kjósum svo í gjaldmiðilsmálum. Þessi málflutningur hefur í raun ekkert með Evrópusambandið að gera.

Á þessum fundi varpaði ég fram þeirri staðreynd að Ísland væri ríkt landt og kæmi til með að leggja með sér, til lengri tíma litið, ef af inngöngu verður. Þetta er staðreynd sem liggur fyrir og bæði aðildarsinnar jafnt sem andstæðingar eru sammála um. Jafnframt spurði ég aðaðsamningamanninn í hverju hagsmunir okkar væru þá fólgnir.

Fátt varð um svör.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband